Danskur þegn... eða svona næstum því
Jæja, í dag skráði ég mig inn í landið eftir að hafa verið í einhvers konar limbói síðan 30. apríl, hvorki skráð hér né heima. Svo kom ég heim og skrúbbaði eitt stykki klósett. Ég hélt að það hefði ekki verið þrifið í marga marga mánuði en svo var drullan bara föst í því. Spennandi, ekki satt?!
Ég sótti um í Carhartt búðinni. Talaði bara við einhverja stelpu sem vinnur þarna, bossinn ekki við og skildi eftir umsókn. Vonandi verður haft samband við. Svo fór ég á kaffihús sem ég hafði frétt að vantaði starfsfólk á en þar var búið að ráða. Fjandans! Eruð þið með einhverjar hugmyndir?
Ég hitti Erlu og Vigga í dag. Þau eru í smá fríi hér í Köben og við hjóluðum í Örstedsparken og fengum okkur pizzu á frábærum stað á Nansensgade. Fórum svo með pizzuna í garðinn og tróðum henni í andlitin á okkur;-)
Frekar rólegur dagur... sem er bara fínt. Ætla bara að hanga heima í kvöld og glápa á imbann.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli