1.4.2003

Mig langar til að óska Hilmu og Sigrúnu Dögg til hamingju með að þekkja mig 100%. Þær fengu nebbla 10 á prófi sem ég bjó til fyrir vinkonur mínar. Reyndar fékk Marta næstum 10 en hún ýtti á vitlausan takka í hita leiksins. Þið hinar sem fenguð ekki 100%, ég elska ykkur samt!!

Ég er búin að vera ofurdugleg í dag. Kláraði tvo verkefni sem ég á að skila í vikunni. Hef ekki tekið svona almennilega rispu síðan... Vá, einhvern tímann fyrir áramót. Svo eru bara 10 dagar eftir af skólanum og 29 dagar þar til ég fer út. Vííí!

Ætlaði að fara að ljúga einhverju í tilefni dagsins en datt ekkert í hug. Ble...

Fór á Þjóðarbókhlöðuna áðan. Merkilegt hvað þessi staður er myglaður. Þungt loft, þurrt loft og dónalegt starfsfólk. Alla vega þessi sem ég lenti á. Hef reyndar lent í henni áður og ég þori næstum að fullyrða að hún hafi aldrei brosað í vinnunni, nema þá kannski í kaffipásu þegar hún getur látið járngrímuna falla. Æ, nenni ekki að fara meira út í þessa myglukellu, hún var alla vega þurrprumpa við mig í dag. Fjandans!

Ingi Þór fór til spákonu í gær og við töluðum saman tvisvar yfir daginn. Ætla reyndar ekki að segja hvað hún sagði en ég hef alla vega tekið ákvörðun um að fara aldrei til spákonu. Hvernig getur það verið að manneskja sem hefur aldrei hitt þig áður og þekkir þig ekki neitt geti sagt eitthvað um líf þitt og hvernig þér muni reiða af. Það er líka svo hættulegt með svona að fólk getur kannski farið að lifa eftir einhverju kjaftæði sem peningaplokkarar, sem þykjast vita allt um einhvern æðri sannleika, segja. Verst bara að símtal okkar Inga Þórs hafi farið í það að kjafta um þessa helv tarotdruslu...

Held ég hafi sjaldan blótað eins mikið í einni blibbfærslu:-/

Engin ummæli: