29.4.2003

I'm leaving the country
Jæja, þá er loks að koma að því. Kamilla á leið til Danaveldis með allt of mikinn farangur. I don't know the meaning of travelling light:-/ Sat í íbúðinni minni áðan og fattaði að þar mun ég ekki sitja aftur fyrr en einhvern tímann í desember. Keyrði bíl og áttaði mig á að ég mun ekki gera það fyrr en seint og síðar meir. En það er allt ljúft!

Fór til tannsa áðan og lét laga á mér kjaftinn fyrir 12.000 kr. Mamma borgaði þó brúsann. Takk, elsku mamma (og pabbi auðvitað).

Þetta leggst bara voða vel í mig. Finnst samt soldið skrítið að fara frá góða veðrinu á Íslandi en það hlýtur að bíða mín eitthvað betra þar ytra...

Ég ætla að vera dugleg að blibba úti um ævintýralegt líferni mitt þannig að ekki hætta að lesa.

Nú verð ég samt að klára allt sem klára þarf.

Þangað til næst... Over and out!

Engin ummæli: