23.4.2003

Ég keypti mér nýja diskinn með White Stripes um daginn. Bloody marvee I must say. Hann er svo hrár að það er æði. Pabbi sagði einmitt að á meðan svona hljómsveitir nytu hylli almennings (ekki alveg kannski) þá væri sko ástæða fyrir Hippa í handbremsu (hljómsveitin hans pabba) að halda áfram að æfa og búa til tónlist. Ég fékk einmitt að heyra nokkur lög sem þeir tóku upp í stúdíóinu hans pabba, stúdíó Lubba Peace. Logoið er einmitt brosandi peace merki með hárlubba, mjög flott:-) Alla vega, Hippar í handbremsu eru hrá hljómsveit. Ein lína í texta frá þeim hljómar svona: Glory to the army of demolition... eitthvað meira, man ekki, algjör snilld samt.

Svo fékk ég disk í afmælisgjöf með hljómsveit sem heitir Paris. Þetta er sænsk grúppa og það er svona Blondie, stelpurokksfílingur yfir þessu öllu saman, mjög skemmtilegt.

Nú er ég að hlusta á Nights in white satin með The Moody Blues sem er án efa eitt besta lag allra tíma eða það finnst mér alla vega...

Jæja, þetta var tónlistarhorn dagsins:-)

Engin ummæli: