Ég get ekki sagt að ég hafi orðið vör við 1. apríl. Það er samt einn maður sem á atbikarinn óáreittur í ár. Það er hann Jón Björn. Snillingurinn sá hringdi í fjóra vini sína 31. mars og bað þá alla að elta sig á bílaverkstæði í Kópavogi klukkan 8.15 daginn eftir til að hann kæmist aftur heim. Vinirnir, samviskusamir og góðir, mættu síðan allir heim til hans, hver á sínum bílnum og Jón Björn sat sallarólegur úti í bíl og helt á skilti sem stóð 1. apríl á. Mjög fyndið!!! Þeir tóku nú misvel í þetta en eru búnir að jafna sig. Þú ert snillingur, Jón Björn!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli