Ég er ofurkvendi
Ég þreif alla gluggana að utan áðan. Soldið erfitt þar sem þeir eru frekar hátt uppi. Það hafðist þó. Nú sé ég eitthvað út. Núna var ég að klára að bera sílilkon á fugusementið á milli flísanna í sturtunni. Þetta er víst voða sniðugt. Mér er reyndar hálf bumbult eftir þetta, lyktin er svo sterk. Eiginlega bara stónd. Eitthvað afbrigði af þessu eru sumar konur með í brjóstunum sínum, aldrei mun ég skilja það... Minnir mig á ritgerð sem ég skrifaði á fyrsta árinu mínu í mannfræði. Hún fjallaði um sjálfsmynd klæðskiptinga í Sao Paulo í Brasilíu. Þeir vildu allir halda typpunum en fylltu sig af sílikoni til að líta kvenlegri út. Þetta var ekkert venjulegt sílikon heldur iðnaðarsílikon eins og notað er í mælaborð í bílum. Mælieingarnar voru glös og svo var þessu sprautað inn, ekki í neinum pokum. Ímyndið ykkur eitrið. Svo var alltaf hætta á að sílikonið læki niður. Sumir voru hreinlega með brjóstin á maganum eða rassinn á hælunum:-/ Smá fróðleiksmoli:-)
Afmælisdagurinn var ljúfur. Mutti und Vati komu að hitta stelpuna sína í Rvk. Við elduðum góðan mat og borðuðum yfir okkur (sem er reyndar alveg í stíl við páskana mína. Lykilorð: ofát.). Svo fórum ég, Anna og Sigrún Dögg á Ölstofuna og drukkum rauðvín. Rún kom síðan og hitti okkur. Mjög gaman.
Í gær fann ég ekki kreditkortið mitt og fékk vægt nervasjokk (færeyska...). Snéri öllu á hvolf heima en fann ekki kortið. Áttaði mig síðan á því að ég hefði týnt því á sunnudagsnóttina (!) og fékk enn stærra sjokk. Fór nefnilega á ekki svo skemmtilegt ball í Stapa á páskadag og til að bæta gráu ofan á svart var ég búin að týna kortinu mínu. Svo fór ég að kortleggja í huganum gjörðir mínar er tengdust kortinu áður en það týndist og dró þá ályktun að það hlyti að vera í bílnum hjá pabba hennar Sigrúnar. Og viti menn! Kamilla spæjó (sem er reyndar það klár að hún týnir kortinu sínu og fattar það 2 dögum seinna...) hafði rétt fyrir sér. Þarna skall hurð nærri hælum.
Clueless er í imbanum í kvöld. Það verður annar hvor öfginn hjá mér í kvöld: límd fyrir framan sjónvarpið eða að gera gloríur í bænum í kvöld. Hvort ætli verði fyrir valinu?????
Engin ummæli:
Skrifa ummæli