29.4.2003

Eitt sem ég á eftir að gera...
Þrátt fyrir að hafa klárað skólann 14. apríl á ég enn eftir að gera eitt verkefni í ljósvakamiðlun. Þetta er svo lítið og tilgangslaust verkefni að ég kem mér ekki til að gera það... búin að vera í tvær vikur á leiðinni að byrja á því en ekkert gerist... er að spá í að gera það ekki núna... hef til 5. maí, best að gera þetta, eins og allt, á seinustu stundu (reyndar er þetta lygi. Ég er ofurskipulögð, svo mikið að ein sagði það jaðra við einhverfu(!))...

Lét gera við hjólið mitt (Inga Þórs) fyrir 8500 kr. og er samt ansi hrædd um að því verði stolið í Kbh. Þetta er of mikill fákur. Hefði helst átt að vera á gömlu hálfónýtu hjóli, þá fyrst hefði ég getað verið áhyggjulaus. Best að krossa bara fingur og tær og hope for the best... Fór m.a.s. með það upp í flugstöð Leibba Eiríks áðan (kemst ekki fyrir í bílnum í fyrramálið (nótt)) og læsti því þar. Kannski að því verði bara stolið þar... Nei, hættu nú Milla Pessimistic woman...

Ég fékk fína pakka í gær, svona kveðju-afmælis-something. Ég fékk minnsta spilastokk sem ég hef augum litið, little miss perfect sólblóma-kit til að ég geti ræktað mitt eigið sólblóm í DK, lítinn drykk sem ég held að sé afréttari, eyrnalokka til að veiða með, póstkort til að setja myndir á og disk með... Æ, ég get ekki sagt það. Í fyrsta lagi vegna þess að faðir minn myndi afneita mér og í öðru lagi vegna þess að hann á bara að vera leyndarmál fyrir Kamillu og nokkra Sleikrestinga (eða ekki!).

Well, ég er þreytt og svei mér þá ef það er ekki táfýla af mér. Best að gera eitthvað í þessu... fá sér appelsín og kannski eina siggu:-)

Engin ummæli: