14.1.2003

Mig dreymdi svo mikið rugl í nótt. Þrír mismunandi draumar og ég ætla að segja ykkur frá einum þeirra. Ég var að halda svaka stórt partý í tjaldi á planinu fyrir framan Sparisjóðinn í Keflavík. Gamli pylsuvagninn var þar og Geir Ólafs átti hann. Geir var orðinn dragdrottning og sat í pylsuvagninum sínum og seldi pylsur. Allir vinir mínir mættu í partýið og það var tónlist á fullu blasti (ágætt að ég hitti fólk á einhverju stigi núna. Hef ekki hitt neinn nema fjölskylduna í heila viku.) Svo var eitthvað stórt svið við hliðina á partýtjaldinu mínu og þar var SSSól að spila. Ég er nú ekki alveg nógu ánægð með hljómsveitarvalið en kannski er ég bara aðdáandi inn við beinið...

Engin ummæli: