6.11.2002

Góður dagur í dag. Skellti mér í Kef eina ferðina enn með Hilmu. Mamma hringdi í mig þegar ég var nýkomin í Kef og stödd í Mangó og sagði mér að hunskast heim það væri nefnilega starfsmaður póstsins heima með ábyrgðarbréf handa mér og vildi ekki leyfa mömmu að taka við því. Ég og Hilma hlupum út í bíl og brunuðum til mútter. Ég fékk bréfið og opnaði það fullæst. Og viti menn! Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi er besti vinur minn núna. Það er nú löng saga á bak við þennnan nýja vinskap. Nenni ekki að segja hana alla en þetta hófst allt þegar ég fékk námslánin mín í sumar og hjartaáfall í kaupbæti. Ég fékk nebbla þó nokkuð minna en ég hafði reiknað með. Ég sat í vinnunni þegar ég komst að þessu og var eiginlega farin að grenja. Guðný samstarfskona mín tók eftir því og sagði mér að maðurinn hennar væri endurskoðandi og að hann skyldi bara redda þessu fyrir mig. Og hann gerði það!! Ég ætla að baka handa honum köku í þakklætisskyni. Nú kemst ég upp úr hyldýpi yfirdráttarheimildarinnar. Nú er ég ekki lengur með samviskubit yfir að hafa keypt mér gallabuxur í gær:-)

Engin ummæli: