Frábært! Björk, læknanemagella í Köben, var að skrifa í gestabókina. Ég er farin að ná til fjöldans. M.a.s. fjöldans í útlöndum;-) Mig langar líka að draga til baka orð mín um bæjarstjórnarfundinn. Hann var ekkert svo rosalega leiðinlegur:-/ Mér finnst samt að þessir fundir eigi að vera haldnir oftar en á 2 vikna fresti. Bæjarfulltrúar, þá sérstaklega fulltrúar minnihlutans, hafa svo margt að segja að það þyrfti að hafa fundi oftar. Annars stefnir hver fundur í fimm tíma og ekki mun það hvetja mig til að stunda þá...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli