23.11.2002

Það er sko stuð í Háskólabíó núna! Fullt af litlum, spenntum krökkum sem hafa beðið eftir Harry Potter langa lengi. Sumir mæta í búningum. Sá einn áðan sem var alveg í dressinu frá toppi til táar, með sprota og alles. Það hefur líka ýmislegt leiðinlegt gengið á. Til dæmis leið einu barni ekkert allt of vel, örugglega búið að borða allt of mikið nammi,og ældi út allt anddyrið. Hljóp síðan út, greyið, og hélt áfram að æla þar. Ekki góð leið til að enda bíóferðina. Sem betur fer er þetta ekki algengt hjá bíógestum.

Í kvöld mun ég missa af árlegu celeb partýi hjá Jóa B. og Allý. Frekar súrt. Gengur heldur ekki að vera að halda svona stórt partý rétt fyrir próf. Ég og Birta vorum Barbie og Cindy í fyrra. Þær eru svona nokkurs konar celebs þó þær séu ekki til í alvörunni. Við vorum svaka gellur, báðar í ljósbláum rjómatertukjólum...

Engin ummæli: