28.10.2002

Heyrðu, þetta er alls ekki nógu gott. Ég er búin að vera að fikta í þessu bloggi og klukkan bara allt í einu að verða 5 og ég sem á að vera að gera ritgerð. Ég býst þá við að ég sitji sveitt við skriftir fram á kvöld en ég á að skila ritgerðinni á morgun:-/ Gugga, meðleigjandi, er heima núna að búa til linsubuff þannig að ég fæ hollan og góðan kvöldmat, aldrei þessu vant:-)

Engin ummæli: